Viðskiptaþing 2022 & Viðskiptaþing 2023

Einn af föstu punktunum í starfsemi Viðskiptaráðs er hið árlega Viðskiptaþing, sem jafnframt er bæði stærsti viðburður ráðsins og ein fjölsóttasta samkoma íslensks viðskiptalífs.

Viðskiptaþing 2022: Tímarnir breytast og vinnan með - Vatnaskil á vinnumarkaði

Viðskiptaþing 2022 fór fram föstudaginn 20. maí og var yfirskrift fundarins að þessu sinni „Tímarnir breytast og vinnan með – Vatnaskil á vinnumarkaði“. Almennt hefur Viðskiptaþing verið haldið í febrúar ár hvert en vegna heimsfaraldurs liðu rúm tvö ár þar sem viðburðurinn var ekki haldinn með hefðbundnu sniði. Með því að fresta þinginu fram undir vor var hægt að halda það án samkomutakmarkana. Á þinginguvar m.a. fjallað um vinnumarkaðinn, vinnustaði, þær miklu breytingar sem virðast vera að eiga sér stað og hlutverk stjórnenda í þeim, samspil menntakerfis og atvinnulífs og fleira.

Viðskiptaþing 2023: Orkulaus(nir)

Árið 2023 var Viðskiptaþing haldið með hefðbundnu sniði og var það svo sannarlega vel sótt. Yfirskrift fundarins það árið var „Orkulaus(nir)“ og var m.a. fjallað um tengsl orkunotkunar og lífsgæða, verðmæti orkuskiptanna, orkuöryggi og byggðamál, nýsköpun, bætta fjárfestingu og samkeppnisstöðu einkaaðila á orkumarkaði.

Dr. Paul Turner, sem fjallaði um möguleika á nýtingu vindorku á hafi úti. 

Guðlaugur Þór Þórðarson, ráðherra umhverfis-, orku- og loftslagsmála, kynnti stöðu orkumála á Íslandi og hvað sé í vændum í orkuskiptunum. Þá sat hann einnig fyrir svörum þinggesta um stöðu og framtíð orkumála. 

Sæmundur Sæmundsson, framkvæmdastjóri Eflu og formaður orku-, umhverfis- og sjálfbærnihóps Viðskiptaráðs, kynnti skýrslu Viðskiptaþings 2023

Ásgeir Margeirsson, verkfræðingur og fyrrverandi forstjóri HS Orku, talaði um einkarekstur og samkeppni á orkumarkaði

Íris Baldursdóttir, annar stofnandi og framkvæmdastjóri SnerpuPower, sagði frá lausnum í orkunýtingu

Þau Finnur Beck, framkvæmdastjóri Samorku, Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri á Akureyri, og Halla Hrund Logadóttir, Orkumálastjóri, tóku þátt í pallborðsumræðum um orku- og byggðamál undir stjórn Svanhildar Hólm Valsdóttur, framkvæmdastjóra Viðskiptaráðs. 

Málefnamyndband