Aðildarfélagar
Eftirtaldir einstaklingar, fyrirtæki og félög áttu aðild að Viðskiptaráði Íslands á árinu 2021:
Innan raða Viðskiptaráðs eru fyrirtæki, einstaklingar og stofnanir í fjölbreyttum rekstri. Reglulega bætast nýir félagar í hópinn auk þess sem fjöldi fyrirtækja hefur starfað með Viðskiptaráði frá upphafi.
Eftirtaldir einstaklingar, fyrirtæki og félög áttu aðild að Viðskiptaráði Íslands á árinu 2021:
Samkvæmt lögum Viðskiptaráðs Íslands er stjórn ráðsins heimilt að skipa heiðursfélaga. Til þeirrar nafnbótar geta þeir unnið sem hafa lagt sérstaklega mikið af mörkum í þágu viðskiptafrelsis og framfara í atvinnulífinu.
Heiðursfélagar Viðskiptaráðs eru:
Fyrrum formaður Viðskiptaráðs Íslands og heiðursfélagi, Hjalti Geir Kristjánsson, lést á árinu 2020. Hjalti fæddist þann 21. ágúst 1926 og lést 13. október 2020, 94 ára að aldri. Hjalti Geir tók við embætti formanns árið 1978 og gegndi embættinu til ársins 1982.
Hjalti var brautryðjandi á sviði íslensks iðnaðar og hönnunar. Eftir nám í húsgagnaarkitektúr í Sviss og Svíþjóð og nám við framleiðslustýringu við Columbia-háskóla í New York hóf hann störf hjá Kristjáni Siggeirssyni hf. (Káess) og starfaði þar við hlið föður síns, en síðar sem framkvæmdastjóri.
Hjalti tók virkan þátt í samtökum fyrirtækja og sat einnig í fjölda stjórna sem gaf honum yfirsýn yfir atvinnulífið. Hans er minnst sem skeleggs baráttumanns fyrir frjálsum og heilbrigðum viðskiptaháttum og framförum í atvinnulífi þjóðarinnar.
Hjalta Geirs Kristjánssonar er minnst með þakklæti fyrir ómetanlegt starf í þágu viðskiptafrelsis og framfara í atvinnulífinu.