Á skrifstofu Viðskiptaráðs starfa nú átta manns.
Skrifstofa
Viðskiptaráð hefur aðsetur á fimmtu hæð í Húsi atvinnulífsins, Borgartúni 35. Móttakan er opin virka daga frá kl. 9 til kl. 15.
Gunnar Úlfarsson
Hagfræðingur
Hulda Sigurjónsdóttir
Skrifstofustjóri & ATA Carnet
Jón Júlíus Karlsson
Samskiptastjóri
Kristín Arna Bragadóttir
Sérfræðingur á alþjóðasviði
María Guðjónsdóttir
Lögfræðingur
Ragnar S. Kristjánsson
Sérfræðingur á hagfræðisviði
Stella Stefánsdóttir
Forstöðumaður alþjóðasviðis
Svanhildur Hólm Valsdóttir
Framkvæmdastjóri
Mannabreytingar á skrifstofu á tímabilinu 2022-2024
- Gunnar Úlfarsson kom til starfa í febrúar 2022 og tók við starfi hagfræðings, við hlið Elísu Örnu Hilmarsdóttur, sem lét af störfum í lok ágúst 2023 til að fara í framhaldsnám við háskólann í Cambridge í Englandi. Í kjölfarið var Ragnar Sigurður Kristjánsson ráðinn til starfa sem sérfræðingur á hagfræðisviði.
- Agla Eir Vilhjámsdóttir, sem verið hafði lögfræðingur ráðsins frá árinu 2018 fór til náms við Columbia University haustið 2023 og tók María Guðjónsdóttir, lögfræðingur við af Öglu í ágúst 2023.
- Gunnlaugur Bragi Björnsson hætti störfum hjá Viðskiptaráði í september 2023 og gekk til liðs við Íslandsstofu. Við starfi samskiptastjóra tók Jón Júlíus Karlsson.
- Jóhannes Stefánsson, lögfræðingur, kom til starfa á meðan Agla Eir var í fæðingarorlofi á árinu 2023 og starfaði hjá ráðinu til áramóta.
- Sigrún Lilja Guðbjartsdóttir, sem verið hafði forstöðumaður alþjóðasviðs lét af störfum í september 2023 og við tók Stella Stefánsdóttir, viðskiptafræðingur. Millilandaráðunum barst einnig liðsauki í febrúar 2023, þegar Kristín Arna Bragadóttir kom til starfa sem sérfræðingur hjá ráðunum. Staða Kristínar er ný og gera sérstakir bakhjarlar millilandaráðanna þeim kleift að efla starfsemi sína.