Í dag fer öll útgáfa vottorðanna fram í gegnum rafrænt kerfi sem bætt hefur þjónustuna og aukið rekjanleika vottorða samkvæmt reglum Alþjóða Viðskiptaráðsins (ICC). Hið rafræna kerfi var tekið í notkun árið 2014 og síðan þá hefur Viðskiptaráð gefið út vottorð í tugum þúsunda.
Vottorð er hægt að fá annað hvort rafrænt undirritað eða prentað út og stimplað á skrifstofu ráðsins. Almennur afgreiðslutími upprunavottorða er 24 klst. en sé óskað eftir flýtimeðferð fer afgreiðsla fram innan tveggja klukkustunda.
Áritanir á yfirlýsingar eru veittar aðildarfélögum Viðskiptaráðs fyrir 610 krónur pr. áritun frumrita en fyrir 2.100 krónur pr. áritun til annarra miðað við almennan afgreiðslutíma.
- Sjá nánar: Upprunavottorð á vi.is
Útgefin upprunavottorð á árunum 2018-2023