Málefnahópar

Til að vera öflugur málsvari viðskiptalífsins og standa fyrir umbótum á sviði efnahagsmála þarf Viðskiptaráð Íslands að viðhalda mörgum snertipunktum við fyrirtækin í landinu.

Til marga ára hefur sérstökum málefnahópum verið komið á fót innan Viðskiptaráðs til þess að vinna að sértækum málum sem eru í brennidepli hverju sinni. Málefnahóparnir eru skipaðir fulltrúum úr íslensku viðskiptalífi sem saman mynda breiða heild hagsmuna sem tekið er tillit til í starfinu.  

Málefnahópar Viðskiptaráðs sem hafa verið starfandi á síðustu tveimur árum eru samkeppnishæfni- og nýsköpunarhópur, efnahagshópur-, framtíðarhópur, orkuhópur og vinnumarkaðshópur. Hverjum hópi fyrir sig er ætlað að marka stefnu sinna málefnaflokka og fylgja þeim eftir. Þar gefst stjórnendum í íslensku viðskiptalífi tækifæri til að viðra hugmyndir sínar og skoðanir um viðkomandi málaflokk. Þessi umræðuvettvangur nýtist ráðinu í hugmyndavinnu og á að vera uppspretta aðgerða og umbóta fyrir efnahagslífið. 

Samkeppnishæfni- og nýsköpunarhópur

Samkeppnishæfni- og nýsköpunarhópurinn hefur starfað undir forystu Kolbrúnar Hrafnkelsdóttur, stofnanda Florealis. Hópurinn hafði það markmið að móta stefnu og áherslur Viðskiptaráðs í þessum málaflokkum og ekki síst vera skrifstofu ráðsins til ráðgjafar í tengslum við úttekt og eftirfylgni á samkeppnishæfni Íslands í samstarfi við IMD viðskiptaháskólann í Sviss.

Samkeppnishæfni og nýsköpunarhópur Viðskiptaráðs 2022-2024 skipuðu:

    Kolbrún Hrafnkelsdóttir, formaður
    Florealis
    Ásbjörn Sigurjónsson
    Marel
    Benedikt Gíslason
    Arion Banki
    Brynja Baldursdóttir
    Motus
    Elísabet Einarsdóttir
    BBA Fjeldco
    Helga Valfells
    Crowberry Capital
    Marinó Örn Tryggvason
    Kvika
    Salóme Guðmundsdóttir
    Þórólfur Jónsson
    LOGOS
    Örn Gunnarsson
    LEX

Efnahagshópur Viðskiptaráðs

Efnahagshópurinn starfaði undir formennsku Haraldar Þórðarsonar, forstjóra Fossa, nú forstjóra VÍS. Hópurinn var starfsfólki ráðsins til ráðgjafar í umfjöllun um efnahagsmál, umsögnum um fjármálaáætlun og frumvarp til fjárlaga, auk þess að skipuleggja Peningamálafund ársins 2022 og 2023.

Efnhagshóp Viðskiptaráðs 2022-2024 skipuðu:

    Haraldur Þórðarson, formaður
    Fossar
    Ásmundur Tryggvason
    Íslandsbanki
    Einar Örn Ólafsson
    Fly Play
    Erna Björg Sverrisdóttir
    Arion banki
    Hilmar Pétur Valgarðsson
    Eimskip
    Lárus Welding
    Pure Holding ehf.
    Magnea Arnadóttir
    Motus
    Sigríður Vala Halldórsdóttir
    Sjóvá
    Vilhelm Þorsteinsson
    Eimskip

Orku-, umhverfi og sjálfbærnihópur:

Orku-, umhverfis- og sjálfbærnihópur skipulagði Viðskiptaþing ársins 2023, undir yfirskriftinni Orkulausnir. Sæmundur Sæmundsson, framkvæmdastjóri Eflu, leiddi starf hópsins, sem einnig vann að skýrslu um orkumál sem kom út samhliða þinginu.

Orku-, umhverfis- og sjálfbærnihóp Viðskiptaráðs 2022-2024 skipuðu:

    Sæmundur Sæmundsson formaður
    Efla
    Anna Þórdís Rafnsdóttir
    Kvika
    Gunnar Sveinn Magnússon
    Deloitte
    Hjörtur Þór Steindórsson
    Íslandsbanki
    Inga Jóna Friðgeirsdóttir
    BRIM
    Margrét Pétursdóttir
    EY - Ernst & Young ehf.
    Tómas Sigurðsson
    HS Orka
    Þórhildur Ólöf Helgadóttir
    Íslandspóstur
    Hulda Hallgrímsdóttir
    Össur