Peningamálafundur 2022
Peningamálafundur ársins 2022 var sérstök áhersla lögð á að ræða verðbólguþróun síðustu missera og horfur nú undir árslok. Þá var sjónum beitt að samspili peningastefnu og ríkisfjármála, áhrifum kjarasamninga og fleiru. Yfirskrift fundarins var „Hver ber ábyrgð á verðbólgunni?”. Að venju ávarpaði formaður Viðskiptaráðs fundinn og flutti seðlabankastjóri erindi í framhaldinu um stöðu og horfur í peningamálum. Á fundinum voru einnig sýnd innslög þar sem félagar Viðskiptaráðs viðruðu sín sjónarmið um efni fundarins og þróun peningamála almennt. Undir lok fundar fóru fram pallborðsumræður milli Bjarna Benediktssyni, þáverandi fjármála- og efnahagsráðherra, og Ásgeirs Jónssonar, Seðlabankastjóra Íslands.