Peningamálafundir 2022 & 2023

Í nóvember ár hvert stendur Viðskiptaráð fyrir peningamálafundi þar sem seðlabankastjóri fer yfir stöðu og horfur í efnahagsmálum og umræður fara fram í kjölfarið. Leitast er við að varpa ljósi á þau atriði í peningamálum og annarri hagstjórn sem helst standa viðskiptalífinu fyrir þrifum á ári hverju.

Peningamálafundur 2022

Peningamálafundur ársins 2022 var sérstök áhersla lögð á að ræða verðbólguþróun síðustu missera og horfur nú undir árslok. Þá var sjónum beitt að samspili peningastefnu og ríkisfjármála, áhrifum kjarasamninga og fleiru. Yfirskrift fundarins var „Hver ber ábyrgð á verðbólgunni?”. Að venju ávarpaði formaður Viðskiptaráðs fundinn og flutti seðlabankastjóri erindi í framhaldinu um stöðu og horfur í peningamálum. Á fundinum voru einnig sýnd innslög þar sem félagar Viðskiptaráðs viðruðu sín sjónarmið um efni fundarins og þróun peningamála almennt. Undir lok fundar fóru fram pallborðsumræður milli Bjarna Benediktssyni, þáverandi fjármála- og efnahagsráðherra, og Ásgeirs Jónssonar, Seðlabankastjóra Íslands.

Peningamálafundur 2023

Árið 2023 var húsnæðismarkaðurinn og samspil við hagstjórn í landinu. Yfirskrift fundarins var „Stenst hagstjórnin greiðslumat?“. Ávarp formanns og erindi seðlabankastjóra voru á sínum stað auk innslaga með sýn félaga á þessi mál. Til viðbótar voru fengin sjónarmið fulltrúa sveitarfélaga í gegnum myndbönd. Gunnar Úlfarsson, hagfræðingur Viðskiptaráðs, flutti erindi um hagstjórnaraðgerðir stjórnvalda á húsnæðismarkaði og hverju þær hafa skilað hingað til.  Í framhaldinu fóru fram pallborðsumræður þar sem staðan á húsnæðismarkaði, samspil við peningastefnuna og aðgerðir stjórnvalda á markaðnum. Þá voru tækifæri til umbóta rædd og hvernig mætti skapa einkaaðilum meira rými til að styðja við aukið húsnæðisframboð. Í pallborðsumræðum voru Svanhildur Hólm Valsdóttir, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs, sem stýrði umræðum, og Iða Brá Benediktsdóttir, aðstoðarbankastjóri Arion, Gylfi Gíslason, framkvæmdastjóri Jáverks, og Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, fjármála- og efnahagsráðherra.

Raddir sveitarfélaga á Peningamálafundi 2023