Upplýsingamiðlun

Viðskiptaráð leggur ríka áherslur á ábyrga og greinargóða miðlun upplýsinga, hvort sem er til aðildarfélaga, stjórnvalda eða almennings.

Vefir Viðskiptaráðs, vi.is og chamber.is, spila lykilhlutverk í miðlun ráðsins. Þar má finna fjölbreyttar upplýsingar, m.a. í formi útgefins efnis, auk frétta af vettvangi Viðskiptaráðs. Núverandi vefsíður voru settar í loftið í byrjun ársins 2020 en frá þeim tíma hafa ýmsar smærri uppfærslur og breytingar verið gerðar með það að markmiði að tryggja skýra framsetningu og þægilegt aðgengi.

Viðskiptaráð er einnig virkur notandi á helstu samfélagsmiðlum, með það að markmiði að auka sýnileika og tryggja markvissa miðlun á efni ráðsins: