Menntasjóður VÍ
Menntasjóður VÍ hefur haft það formlega hlutverk að auka samkeppnishæfni íslensks atvinnulífs með því að efla og bæta menntun og rannsóknir á öllum skólastigum og styðja við nýsköpun atvinnulífs. Stjórn Viðskiptaráðs myndar fulltrúaráð MVÍ og fer með æðsta vald í málefnum stofnunarinnar. Sjóðurinn er meirihlutaeigandi í Háskólanum í Reykjavík og rak Verzlunarskóla Íslands í hartnær öld.
Menntasjóður VÍ skipar tvo aðila í stjórn Háskólans í Reykjavík og fjóra aðila í háskólaráð. Fulltrúar VÍ í stjórn HR eru nú Svanhildur Hólm Valsdóttir og Tanya Zharov. Fulltrúar VÍ í háskólaráði skólans eru Ari Fenger, Brynja Baldursdóttir, Hjálmar Gíslason og Katrín Olga Jóhannesdóttir.
Viðskiptaráð skipar einnig þrjá meðlimi fulltrúaráðs Verzlunarskólans en fulltrúaráðið skipar svo skólanefnd skólans. Fulltrúar VÍ í fulltrúaráðinu eru nú þær Ingibjörg Gréta Gísladóttir, Ingunn Agnes Kro og Svanhildur Hólm Valsdóttir.