Skattadagurinn

Skattadagur Viðskiptaráðs Íslands, Deloitte og Samtaka atvinnulífsins voru haldnir eins og von er vísa árlega og var Skattadagurinn haldinn í 21. skiptið árið 2024.

Skattadagurinn 2023

Skattadagurinn 2023 fór fram 11. janúar í Silfurbergi í Hörpu og var fundinum jafnframt streymt í beinni útsendingu. 

Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra flutti opnunarávarp. Haraldur I. Birgisson, meðeigandi Deloitte fjallaði þá um helstu skattalagabreytingar síðasta árs og hvað væri framundan. Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir, hagfræðingur hjá Samtökum atvinnulífsins, fór yfir fjármögnun vegakerfisins. Þess á milli voru flutt örinnslög þar sem fyrrum fjármálaráðherrar litu um öxl. Fundarstjórn var í höndum Öglu Eir Vilhjálmsdóttur, lögfræðings hjá Viðskiptaráði. 

Skattadagurinn 2024

Skattadagurinn 2024 fór fram 11. janúar í Silfurbergi í Hörpu og var fundurinn jafnframt í beinu streymi. Fundurinn var afar vel sóttu en yfir 200 manns komu saman í Hörpu ásamt því að fjölmargir fylgdust með beinu streymi. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, fjármála- og efnahagsráðherra, flutti opnunarávarp. Haraldur Ingi Birgisson, meðeigandi og lögmaður hjá Deloitte Legal, fjallaði um helstu skattalagabreytingar sem hafa orðið að undanförnu og breytingar á skattaframkvæmd.

Halldór Halldórsson, forstjóri Íslenska kalkþörungafélagsins, fór yfir þá skattadeilu sem er á milli fyrirtækisins og íslenskra skattayfirvalda. Halldór sagði illskiljanlegt að íslensk skattyfirvöld telji eðlilegt að fyrirtækið borgi hærri skatta en nemur hagnaði félagsins.

Guðbjörg Þorsteinsdóttir, meðeigandi og lögmaður hjá Deloitte Legal, fjallaði í sínu erindi um umhverfisskatta og grænar ívilnanir. Að lokum fór María Guðjónsdóttir, lögfræðingur hjá Viðskiptaráði, yfir skort á fyrirsjáanleika í álagningu opinberra gjalda.Fundarstjóri var Heiðrún Gísladóttir, lögfræðingur hjá SA.