Skattadagurinn 2023
Skattadagurinn 2023 fór fram 11. janúar í Silfurbergi í Hörpu og var fundinum jafnframt streymt í beinni útsendingu.
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra flutti opnunarávarp. Haraldur I. Birgisson, meðeigandi Deloitte fjallaði þá um helstu skattalagabreytingar síðasta árs og hvað væri framundan. Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir, hagfræðingur hjá Samtökum atvinnulífsins, fór yfir fjármögnun vegakerfisins. Þess á milli voru flutt örinnslög þar sem fyrrum fjármálaráðherrar litu um öxl. Fundarstjórn var í höndum Öglu Eir Vilhjálmsdóttur, lögfræðings hjá Viðskiptaráði.
- Sjá nánar: „Skattadagurinn 2023“