Skattadagurinn

Hinn árlegi Skattadagur Viðskiptaráðs Íslands, Deloitte og Samtaka atvinnulífsins var haldinn í þrettánda og fjórtánda sinn árin 2021 og 2022.

Skattadagurinn 2021

Árið 2021 fór Skattadagurinn fram í vefútsendingu.

Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra flutti opnunarávarp. Anna Hrefna Ingimundardóttir, forstöðumaður efnahagssviðs Samtaka atvinnulífsins fjallaði um hvað heldur aftur af fjárfestingu. Haraldur I. Birgisson, meðeigandi Deloitte fjallaði þá um helstu skattalagabreytingar síðasta árs og hvað væri framundan. Í kjölfarið voru örmyndbönd sýnd með röddum atvinnulífsins þar sem Hrefna Björk Sverrisdóttir, framkvæmdastjóri Taste ehf., Sigríður Margrét Oddsdóttir, framkvæmdastjóri Lyfju og Pétur Hafsteinn Pálsson, framkvæmdastjóri Vísis, fjölluðu um áskoranir atvinnulífsins á sviði skatta.

Fundarstjóri var Agla Eir Vilhjálmsdóttir, lögfræðingur Viðskiptaráðs.

Skattadagurinn 2022

Ári síðar, eða 13. janúar 2022, fór Skattadagurinn fram að nýju. Aftur komu fjöldatakmarkanir og sóttvarnaráðstafanir í veg fyrir að fundurinn væri haldinn með hefðbundnum hætti og var hann því sendur út í streymi.

Sem fyrr flutti fjármála- og efnahagsráðherra, Bjarni Benediktsson, opnunarávarp. Þá flutti Agla Eir Vilhjálmsdóttir, lögfræðingur Viðskiptaráðs, erindið Með skilvirkt skattkerfi að leiðarljósi: Veganesti ríkisstjórnarinnar þar sem hún fór yfir stöðu íslensks skattkerfis í alþjóðlegum samanburði og benti meðal annars á þá staðreynd að á síðustu sex árum hefur Íslandi fallið um 12 sæti á lista Tax Foundation yfir samkeppnishæfni skattkerfa. Önnur erindi dagsins voru í höndum þeirra Vigdísar Tinnu Sigurvaldadóttur, alþjóðlegs skattalögfræðings hjá Marel, og Guðbjargar Þorsteinsdóttur, meðeiganda og lögmanns hjá Deloitte Legal.

Í dagskrárlok fóru þeir Guðjón Auðunsson, forstjóri fasteignafélagsins Reita, Jakob Einar Jakobsson, eigandi Jómfrúarinnar og stjórnarmaður í SAF, og Stefán Þór Björnsson, fjármálastjóri Solid Clouds, stuttlega yfir atriði tengd skattkerfinu og áhrifum þess á þeirra atvinnugrein.

Fundarstjóri var Heiðrún Björk Gísladóttir, verkefnastjóri á samkeppnishæfnisviði Samtaka atvinnulífsins.