Málsvari viðskiptalífsins

Almenn viðfangsefni ráðsins byggjast á grunngildum Viðskiptaráðs eins og þau birtast í lögum VÍ.

Viðskiptaráð er málsvari atvinnulífsins og berst fyrir bættu rekstrarumhverfi fyrirtækja. Þar má nefna mikilvægi verðmætasköpunar innan einkageirans, framtíðarsýn í peningamálum, jafnvægi í rekstri hins opinbera, skynsamlega skatta- og fjármálastefnu, skýrar leikreglur, virka samkeppni og einfalt og skilvirkt regluverk. Þá hefur Viðskiptaráð verið öflugur bakhjarl menntunar, með stuðningi sínum við Háskólann í Reykjavík og Verslunarskólann og með styrkveitingum úr Menntasjóði ráðsins. Ráðið stendur fyrir ýmsum viðburðum yfir árið enda vettvangur tengsla og fræðslu fyrir atvinnulífið.