Stjórnarhættir

Viðskiptaráð Íslands gefur út leiðbeiningar um stjórnarhætti fyrirtækja ásamt Samtökum atvinnulífsins og Nasdaq Iceland. Árið 2021 var 6. útgáfa þeirra gefin út samhliða opnun vefsíðunnar leidbeiningar.is

Leiðbeiningar um stjórnarhætti fyrirtækja voru fyrst gefnar út árið 2004 og hafa þær verið endurskoðaðar með reglubundnum hætti frá þeim tíma. Leiðbeiningunum er ætlað að nýtast sem verkfæri stjórna og stjórnenda til að mæta þeirri ábyrgð sem á þeim hvílir, en það er skoðun útgefenda að með því að fylgja góðum stjórnarháttum megi styrkja innviði fyrirtækja og efla almennt traust gagnvart viðskiptalífinu. Hvort tveggja skiptir sköpum fyrir samkeppnishæfni íslenskra fyrirtækja og æ fleiri fyrirtæki sjá sér hag í því að fara að leiðbeiningunum.

Útgáfuaðilar tóku ákvörðun að skipa nefnd með formlegri hætti og hún starfi óháð hverri endurútgáfu. Nefndin er skipuð sérfræðingum úr atvinnulífi og háskólasamfélaginu. Nefndarmenn eru níu, tveir skipaðir af  hverjum útgáfuaðila, formaður og varaformaður skipaðir sameiginlega og einn af Landssamtökum lífeyrissjóða. Nefndarmenn eru skipaðir til 4 ára í senn og geta lengst setið í nefndinni tvö tímabil í röð. 

Vefur og rit um tilnefningarnefndir

Nefndin hefur það verkefni að gefa út leiðbeiningar um stjórnarhætti fyrirtækja og uppfæra þær með reglubundnum hætti svo tryggt sé að þær séu í samræmi við löggjöf og bestu framkvæmd á sviði stjórnarhátta. Þá fylgist hún með og fjallar um þróun á sviði stjórnarhátta, á Íslandi sem og erlendis og tekur þátt í alþjóðlegu samstarfi á sviði stjórnarhátta og leitar sjónarmiða frá fyrirtækjum um notkun leiðbeininganna.

Starfshópur um stjórnarhætti:

  Þóranna Jónsdóttir, formaður
  Sérfræðingur í stjórnarháttum
  Hjörleifur Pálsson, varaform.
  Árni Hrafn Gunnarsson
  Yfirlögfræðingur Gildi
  Ásthildur Otharsdóttir
  Fjárfestingastjóri og meðeigandi Frumtak
  Heiðrún Jónsdóttir
  Framkvæmdastjóri SFF
  Jón Björnsson
  Forstjóri Origo
  Marta Guðrún Blöndal
  Yfirlögfræðingur ORF Líftækni
  Ólafur Arinbjörn Sigurðsson
  Meðeigandi LOGOS
  Þröstur Olaf Sigurjónsson
  Prófessor við Háskóla Íslands

Verkefnisstjóri:

  María Guðjónsdóttir
  Lögfræðingur Viðskiptaráðs Íslands