Stjórnarhættir
Viðskiptaráð Íslands gefur út leiðbeiningar um stjórnarhætti fyrirtækja ásamt Samtökum atvinnulífsins og Nasdaq Iceland. Árið 2020 hófst endurskoðun á leiðbeiningunum og var 6. útgáfa þeirra gefin út í febrúar 2021.
Þónokkrar breytingar voru gerðar á leiðbeiningunum í 6. útgáfu, þótt uppsetning og meginskilaboð þeirra sé með sama hætti og í fyrri útgáfu.
Meðal annars var umfjöllun í leiðbeiningunum um tilgang og inntak þeirra dýpkuð auk þess sem breytingar voru gerðar á einstökum ákvæðum í samræmi við stefnur og strauma erlendis og hér á Íslandi. Þá var víðtækt samráð haft við hagaðila um þær breytingar sem gerðar voru og ýmsar gagnlegar athugasemdir úr samráðinu urðu kveikja að jákvæðum breytingum á leiðbeiningunum í 6. útgáfu.
Nýr vefur og rit um tilnefningarnefndir
Samhliða nýrri útgáfu leiðbeininganna var opnuð ný vefsíða þar sem leiðbeiningarnar má finna í uppfærðri útgáfu. Á vefsíðunni er einnig að finna upplýsingarit um tilnefningarnefndir sem ber heitið Tilgangur og ávinningur tilnefningarnefnda – Reynsla og þróun á Íslandi og Norðurlöndum.
Starfshópur leiðbeininganna:
Þóranna Jónsdóttir, formaður
Sérfræðingur í stjórnarháttum
Ari Guðjónsson
Yfirlögfræðingur Icelandair Group
Árni Sigurjónsson
Yfirlögfræðingur Marel
Berglind Ósk Guðmundsdóttir
Lögfræðingur og ráðgjafi
Halldór Benjamín Þorbergsson
Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins
Hjörleifur Pálsson
Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir
Verkefnastjóri hjá Samtökum atvinnulífsins
Ingunn Agnes Kro
Framkvæmdastjóri Jarðvarma
Kristín Friðgeirsdóttir
Alþjóðlegur stjórnendaráðgjafi
Marta Guðrún Blöndal
Yfirlögfræðingur ORF Líftækni
Magnús Harðarson
Forstjóri Nasdaq Iceland
Svanhildur Hólm Valsdóttir
Framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs Íslands
Þórður Magnússon
Stjórnarformaður Eyris Invest
Þröstur Olaf Sigurjónsson
Prófessor við Háskóla Íslands
Verkefnisstjóri leiðbeininganna:
Agla Eir Vilhjálmsdóttir
Lögfræðingur Viðskiptaráðs Íslands