Til margra ára hefur sérstökum málefnahópum verið komið á fót innan Viðskiptaráðs til þess að vinna að sértækum málum sem eru í brennidepli hverju sinni. Málefnahóparnir eru skipaðir fulltrúum úr íslensku viðskiptalífi sem saman mynda breiða heild hagsmuna sem tekið er tillit til í starfinu.
Í málefnahópunum gefst stjórnendum í íslensku viðskiptalífi tækifæri til að viðra hugmyndir sínar og skoðanir um viðkomandi málaflokk. Þessi umræðuvettvangur nýtist ráðinu í hugmyndavinnu og er uppspretta aðgerða og umbóta fyrir viðskiptalífið. Snemma árs 2021 voru skipaðir fjórir málefnahópar, alþjóða-, framleiðni-, framtíðar- og vinnumarkaðshópur. Hver hópur markaði stefnu sinna málefnaflokka og fylgdi henni eftir með margvíslegum hætti.