Málefnahópar

Til að vera öflugur málsvari viðskiptalífsins og standa fyrir umbótum á sviði efnahagsmála þarf Viðskiptaráð Íslands að viðhalda mörgum snertipunktum við fyrirtækin í landinu.

Til margra ára hefur sérstökum málefnahópum verið komið á fót innan Viðskiptaráðs til þess að vinna að sértækum málum sem eru í brennidepli hverju sinni. Málefnahóparnir eru skipaðir fulltrúum úr íslensku viðskiptalífi sem saman mynda breiða heild hagsmuna sem tekið er tillit til í starfinu.

Í málefnahópunum gefst stjórnendum í íslensku viðskiptalífi tækifæri til að viðra hugmyndir sínar og skoðanir um viðkomandi málaflokk. Þessi umræðuvettvangur nýtist ráðinu í hugmyndavinnu og er uppspretta aðgerða og umbóta fyrir viðskiptalífið. Snemma árs 2021 voru skipaðir fjórir málefnahópar, alþjóða-, framleiðni-, framtíðar- og vinnumarkaðshópur. Hver hópur markaði stefnu sinna málefnaflokka og fylgdi henni eftir með margvíslegum hætti.

Alþjóðahópur Viðskiptaráðs

Alþjóðahópurinn tók til starfa í ársbyrjun 2021 undir forystu Sveins Sölvasonar, fjármálastjóra Össurar. Hópurinn hafði það markmið að móta stefnu og áherslur Viðskiptaráðs í alþjóðamálum. Hópurinn samanstóð af fjölbreyttum hópi fulltrúa aðildarfélaga Viðskiptaráðs sem gátu gefið mikilvæga innsýn í störf alþjóðageirans á Íslandi. Hópurinn fékk það verkefni að móta efnistök Viðskiptaþings 2021, en þingið fjallaði um það hvað Ísland getur gert til að vaxa og skapa meiri verðmæti til framtíðar. Á Viðskiptaþingi var gefin út skýrslan Hugsum stærra: Ísland í alþjóðasamkeppni, þar sem hópurinn lagði fram tillögur í 22 liðum um hvernig megi stuðla að því að byggja upp alþjóðageirann.

Alþjóðahóp Viðskiptaráðs 2021-2022 skipuðu:

    Sveinn Sölvason, formaður
    Össur
    Davíð Þorláksson
    Betri samgöngur ohf.
    Elísabet Einarsdóttir
    BBA//FJELDCO
    Friðjón Friðjónsson
    KOM
    Helga Melkorka Óttarsdóttir
    Logos
    Haraldur Þórðarson
    Fossar Markets
    Katrín Pétursdóttir
    Lýsi
    Kolbrún Hrafnkelsdóttir
    Florealis
    Salóme Guðmundsdóttir

Framleiðnihópur Viðskiptaráðs

Framleiðnihópurinn hóf göngu sína í apríl 2021 undir forystu Hrundar Rudolfsdóttur, forstjóra Veritassamstæðunnar. Markmið hópsins var að vinna að aukinni framleiðni með bættu resktrarumhverfi fyrirtækja og aukinni skilvirkni hins opinbera. Undir lok árs gaf hópurinn út skýrslu byggða á greiningu á umsvifum hins opinbera og atvinnurekstrinum sem það stundar. Sambærileg greining var framkvæmd árið 2016 og var því einnig sérstaklega horft á þróunina frá þeim tíma. Ljóst er að umsvif hins opinbera í heild hafa aukist talsvert frá árinu 2016 en mörg tækifæri eru til staðar. Hópurinn lagði því fram þrjár tillögu til að sporna gegn þessari þróun, virkja krafta einkaframtaksins og auka samkeppni. Samhliða útgáfunni voru þau Hrund, Árni Hauksson og Elísa Arna Hilmarsdóttir, hagfræðingur hjá Viðskiptaráði, í föstudagskaffi Viðskiptaráðs, þar sem þau ræddu útgáfuna og framleiðni hins opinbera.

Framleiðnihóp Viðskiptaráðs 2021-2022 skipuðu:

    Hrund Rudolfsdóttir, formaður
    Veritas
    Árni Hauksson
    Vogabakki
    Jón Björnsson
    Origo
    Reynir Sævarsson
    Efla

Framtíðarhópur Viðskiptaráðs

Framtíðarhópur Viðskiptaráðs var settur á stofn í á vormánuðum 2021. Með stofnun hópsins var markmiðið að móta sýn VÍ á íslenskt samfélag og atvinnulíf til lengri tíma, meðal annars með loftslags- og umhverfismál í huga, vinnustaði framtíðar, innviði og atvinnulíf. Hópurinn fundaði oft á tímabilinu með útgáfu í huga sem þó varð ekki af.

Framtíðarhóp Viðskiptaráðs 2021-2022 skipuðu:

    Þór Sigfússon, formaður
    Sjávarklasinn
    Guðmundur J. Jónsson
    Vörður
    Guðmundur Þorbjörnsson
    Efla
    Helga Valfells
    Crowberry Capital
    Hilmar Veigar Pétursson
    CCP
    Iða brá Benedktsdóttir
    Arion banki
    Jónas Þór Guðmundsson
    Landsvirkjun
    Þorsteinn Pétur Guðjónsson
    Deloitte

Vinnumarkaðshópur Viðskiptaráðs

Síðustu ár hafa vinnumarkaðsmál fremur fyrirferðamikil í málefnastarfi Viðskiptaráðs og hljómgrunnur yfir þeim hefur verið mikill. Því var vinnumarkaðshópur Viðskiptaráðs stofnaður í ársbyrjun 2021 á grunni efnahagshóps Viðskiptaráðs. Hópurinn hefur horft til leiða til að bæta umhverfi íslensks vinnumarkaðar og skipulagði peningamálafund Viðskiptaráðs 2021.

Vinnumarkaðshóp Viðskiptaráðs 2021-2022 skipuðu:

    Margrét Kristmannsdóttir, formaður
    Pfaff
    Bogi Nils Bogason
    Icelandair
    Brynja Baldursdóttir
    Motus
    Eggert Þór Kristófersson
    Festi
    Herdís Pála Pálsdóttir
    Deloitte
    Jens Bjarnason
    Icelandair
    Kristján Zophoníasson
    AZ Medica
    Pétur Þór Halldórsson
    S4S