
Peningamálafundur 2020
Líkt og svo margt fleira var fundur ársins 2020 með breyttu sniðu en fór hann fram í beinu streymi og hafa aldrei jafn margir fylgst með fundinum. Yfirskrift fundarins var „Á Seðlabankinn að grípa inn í markaði?“ en með því var vísað til umfangsmikilla gjaldeyrisinngripa Seðlabankans og boðaðra kaupa bankans á ríkisskuldabréfum sem þegar á hólminn var komið reyndust minni en reiknað var með. Formaður Viðskiptaráðs ávarpaði fundinn og seðlabankastjóri flutti erindi og stöðu og horfur í peningamálum. Á fundinum voru einnig sýnd innslög þar sem félagar Viðskiptaráðs viðruðu sín sjónarmið um efni fundarins og þróun peningamála almennt. Loks stýrði Konráð S. Guðjónsson, hagfræðingur og aðstoðarframkvæmdastjóri, umræðum með Ernu Björg Sverrisdóttur, aðalhagfræðingi Arion banka, og Gunnari Jakobssyni, varaseðlabankastjóra fjármálastöðugleika.