Stjórn hvers ráðs er skipuð forsvarsfólki fyrirtækja beggja landa. Í allt eiga yfir 140 einstaklingar sæti í stjórnum millilandaráðanna sem allir sinna störfum í þágu atvinnulífs í sjálfboðavinnu. Samanlegt eru félagsmenn ráðanna um 800. Þrír formenn, sem mynda svonefnt formannaráð, fara fyrir alþjóðaviðskiptaráðunum en það eru Baldvin Björn Haraldsson, formaður FRIS, Birkir Hólm Guðnason, formaður AMIS og Gunnar Már Sigurfinnsson, formaður ÞÍV. Framkvæmdastjóri ráðanna fimmtán er Sigrún Lilja Guðbjartsdóttir.
Markmið Alþjóðaviðskiptaráðanna er að koma á og viðhalda viðskiptatengslum milli landanna, en það er gert m.a. með því að efla tengsl á sviðum viðskipta, stjórnmála, menntunar og menningar. Helstu verkefni ráðanna eru að standa fyrir fundum, ráðstefnum og viðburðum um málefni sem aukið geta samvinnu og tengsl – hérlendis og erlendis.