Alþjóðastarf

Alþjóðaviðskiptaráðin, eða millilandaráðin, eru fimmtán talsins og starfa hvert um sig sjálfstætt, með sína stjórn og sína félagsmenn, en eiga öll heimilisfesti hjá Viðskiptaráði Íslands.

Stjórn hvers ráðs er skipuð forsvarsfólki fyrirtækja beggja landa. Í allt eiga yfir 140 einstaklingar sæti í stjórnum millilandaráðanna sem allir sinna störfum í þágu atvinnulífs í sjálfboðavinnu. Samanlegt eru félagsmenn ráðanna um 800. Þrír formenn, sem mynda svonefnt formannaráð, fara fyrir alþjóðaviðskiptaráðunum en það eru Baldvin Björn Haraldsson, formaður FRIS, Birkir Hólm Guðnason, formaður AMIS og Gunnar Már Sigurfinnsson, formaður ÞÍV. Framkvæmdastjóri ráðanna fimmtán er Sigrún Lilja Guðbjartsdóttir.

Markmið Alþjóðaviðskiptaráðanna er að koma á og viðhalda viðskiptatengslum milli landanna, en það er gert m.a. með því að efla tengsl á sviðum viðskipta, stjórnmála, menntunar og menningar. Helstu verkefni ráðanna eru að standa fyrir fundum, ráðstefnum og viðburðum um málefni sem aukið geta samvinnu og tengsl – hérlendis og erlendis.

Millilandaráðin

    Amerísk-íslenska
    (AMIS/AICC)
    Stofnað: 1988
    Bresk-íslenska
    (BRÍS/BICC)
    Stofnað: 1997
    Dansk-íslenska
    (DÍV/DIH)
    Stofnað: 2000
    Fransk-íslenska
    (FRÍS/CCFI)
    Stofnað: 1990
    Færeysk-íslenska
    (FOIS/CCFI)
    Stofnað: 2012
    Grænlensk-íslenska
    (GLÍS/GICC)
    Stofnað: 2012
    Ítalsk-íslenska
    (ITÍS/CCII)
    Stofnað: 2001
    Japansk-íslenska
    (JAÍS)
    Stofnað: 2017
    Norðurslóðaviðskiptaráðið
    (IACC)
    Stofnað: 2013
    Norsk-íslenska
    (NÍV/NIH)
    Stofnað: 2006
    Pólsk-íslenska
    (POIS)
    Stofnað: 2019
    Rússnesk-íslenska
    (RUIS)
    Stofnað: 2019
    Spánsk-íslenska
    (SPÍS/CCHI)
    Stofnað: 1997
    Sænsk-íslenska
    (SÍV/SIH)
    Stofnað: 1997
    Þýsk-íslenska
    (ÞÍV/AHK)
    Stofnað: 1995

Formenn millilandaráðanna

    Formaður AMÍS
    Birkir Hólm Guðnason
    Samskip
    Formaður BRÍS
    Dagmar Þorsteinsdóttir
    Maison
    Formaður DÍV
    Hallgrímur Björnsson
    Lauf Cycling
    Formaður FRÍS
    Baldvin Björn Haraldsson
    BBA//FJELDCO
    Formaður FOIS
    Hjálmar W. Árnason
    Fjallatoppur
    Formaður GLIS
    Árni Gunnarsson
    Iceland Travel
    Formaður ITÍS
    Guðrún Sigurðardóttir
    Iceland Tours
    Formaður JAÍS
    Ársæll Harðarson
    Icelandair
    Formaður IACC
    Heiðar Guðjónsson
    Sýn
    Formaður NÍV
    Einar Benedikt Sigurðsson
    Tjarnargatan
    Formaður POIS
    Valur Ásmundsson
    Icefresh
    Formaður RUIS
    Tanya Zharov
    Alvotech
    Formaður SPIS
    Astrid Helgadóttir
    Ræðisskrifstofa Barcelona
    Formaður SÍV
    Jóhann Jóhannsson
    Alvogen
    Formaður ÞÍV
    Gunnar Már Sigurfinnsson
    Icelandair Cargo

Starfsemi alþjóðaviðskiptaráðanna

Starfsemi millilandaráðanna er fjölbreytt þar sem hver viðburðurinn rekur annan bæði hérlendis og erlendis. Á síðustu tveimur árum hefur verið lögð rækt við að millilandaráðin efli samvinnu sín í milli og leitist við að koma á framfæri sameiginlegum hagsmunum þegar það á við. Formenn ráðanna hafa af þessu tilefni hist á formannafundum sem hefur mælst vel fyrir og fer formannaráð fremst í flokki með umsjón og framkvæmd sameiginlegra viðburða formanna og ráða. Á undangengnum árum hefur viðburðadagatal millilandaráðanna boðið upp á fjölbreytni á borð við; viðskiptasendiferðir, ráðstefnur, morgun- og hádegisverðarfundi, opna fundi, móttökur, fyrirtækjaheimsóknir, forsýningar kvikmynda og bíókvöld, útgáfuboð, vínkynningar, steikarkvöldverð, golfmót, o.s.frv. o.s.frv. Öllum ráðum hefur gengið vel að viðhalda félagafjölda og fá til liðs við sig nýja félaga þrátt fyrir heimsfaraldur.

Frá Alþjóðadegi atvinnulífsins 2021Frá Alþjóðadegi atvinnulífsins 2021

Alþjóðadagur atvinnulífsins 2021

Í desember 2021 stóðu millilandaráðin, ásamt Viðskiptaráði Íslands og utanríkisráðuneytinu, fyrir morgunfundi sem bar yfirskriftina „Hvert fer álið og hvaðan koma ávextirnir“. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra, og Baldvin Björn Haraldsson, formaður millilandaráðanna, ávörpuðu fundinn auk þess sem Konráð S. Guðjónsson, hagfræðingur, kynnti greiningu Viðskiptaráðs á viðskiptum Íslands við samstarfsríki millilandaráðanna. Fundurinn var rafrænn vegna heimsfaraldurs og var feykilega vel sóttur en efnistök fundarins þóttu bæði áhugaverð og gagnleg.

Yaiza Castilla, ráðherra í heimastjórn Gran CanariaYaiza Castilla, ráðherra í heimastjórn Gran Canaria

Samstarf við erlendar stofnanir og fyrirtæki

Mikilvægur þáttur í starfi hvers millilandaráðs eru mikil og góð samskipti við bæði sendiráð og ræðisskrifstofur viðkomandi landa, erlend systursamtök sem og alþjóðlegar stofnanir. Ásamt því að sinna vel slíku samstarfi fyrir hvert millilandaráð er einnig unnið að samskiptum og samvinnu við erlenda aðila utan þeirra 15 svæða sem Alþjóðaviðskiptaráðin sinna. Þar má nefna heimsóknir ræðismanna, sendiherra, sendinefnda og njóta félagsmenn oft góðs af slíkum heimsóknum.

Samstarf milli alþjóða viðskiptaráðanna og utanríkisráðuneytisins

Árið 2017 formgerðu Alþjóðaviðskiptaráðin samstarf sitt við utanríkisráðuneytið með samstarfssamningi sem fól í sér að hvert og eitt millilandaráð annars vegar og utanríkisráðuneytið hins vegar ætluðu að efla samstarfið með því að sameiginlega vinna að hagsmunum atvinnulífsins, standa sameiginlega að viðskiptasendinefndum erlendis, efla tengsl sendiherra við stjórnir, efla tengsl við formenn og vinna sameiginlega að Alþjóðadegi viðskiptalífsins.

Árið 2020 voru aðilar sammála um að taka samstarfssamning lengra og gerðu með sér rammasamkomulag. Markmið þess samkomulags er að vinna á dýptina með hverju og einu af þeim fimmtán millilandaráðum með að hafa einn fund á ári um málefni sem brýn eru innan þess auk þess að vinna áfram að því að efla Alþjóðadag viðskiptalífsins þar sem fjallað er um málefni sem tengjast alþjóðamörkuðum, erlendum fjárfestingum auk inn- og útflutnings.

Myndir frá starfsemi alþjóðaviðskiptaráðanna: